YLJA FÉKK STÖÐUMÆLASEKT

    Áslaug: "Það er erfitt að gera sér vonir um húsnæði þegar Reykjavíkurborg leyfir okkur ekki einu sinni að fá eitt frítt bílastæði á dag."

    “Ég var á vakt í Ylju neyslurými í dag og við fengum stöðumælasekt sem er nokkuð algengt. Það er erfitt að gera sér vonir um húsnæði þegar Reykjavíkurborg leyfir okkur ekki einu sinni að fá eitt frítt bílastæði á dag. Notendur komast ekki lengra út á jaðarinn held ég,” segir Áslaug Birna Bergsveinsdóttir slökkviliðs og sjúkraflutnignarkona í hjúkrunarnámi.

    Ylja er í sérútbúinn bíll sem er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og vímuefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Neyslurými eru starfrækt víða um heim og hafa mikinn samfélagslegan ávinning í för með sér. Í Ylju er veitt skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónusta.

    Auglýsing