YFIRMENN AMATÖRAR

Fyrrum dagskrárstjóri Rásar 2, Sigurður G. Tómasson, tekur útvarpsmenn dagsins á kné sér og flengir:

Á sokkabandsárum mínum í útvarpi reyndum við búa til hjálparreglur í handritslausum útsendingum. Fyrsta regla og ein hin mikilvægasta var að taka aldrei til máls nema hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Önnur regla var að dæma hvorki innskot né lög. Merkilegt viðtal, gott lag. Það er verkefni hlustandans. Og ef maður sagði eitthvað, þá verður maður að vita hvernig maður ætlar að hætta, að ljúka máli sínu. Margir útvarpsmenn okkar daga virðast ekkert kunna af þessu. Hjá viðvaningum lendir allt í meiningarlausu blaðri. Þeim hefur heldur ekki verið leiðbeint neitt enda yfirmenn amatörar.

Auglýsing