WORLD CLASS OG SPORTHÚSIÐ TAKAST Á Í GARÐABÆ

    Til stendur að koma upp heilsuræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni í Ásgarði í Garðabæ. Þremur fyrirtækjum var gefin kostur á að skila tillögum að undangengnu forvali og um var að ræða Reebok Fitness Center, Sporthöllin (Sporthúsinu) og Laugar ehf (World Class).

    Tillögur bárust frá öllum þessum fyrirtækjum og  uppfylltu þau öll skilmála útboðsins.

    Í dómnefnd sem  mat tilboðin voru þeir Almar Guðmundsson formaður,  Björg Fenger og Gísli Geir Jónsson og með nefndinni störfuðu einnig  Kári Jónsson ritari nefndarinnar og  Þorbergur Karlsson verkfræðingur.

    Samkvæmt  mati dómnefndar var niðurstaða sú að  númer  eitt var Sporthöllin (Sporthúsinu), númer tvö Laugar ( World Class) og númer þrjú Reebook Fitnes. Dómnefndin leggur því til að fyrirtækjum sem urðu í fyrsta og öðru sæti verði gefinn kostur á að  skila inn endanlegu tilboði.

    Auglýsing