WHAT HAVE I DONE?

    Árið 1957 var frumsýd bíómyndin “Brúin yfir Kwai fljótið” með leikurunum Alec Guinnes og William Holden. Ég sá þessa mynd í Stjörnubíó á Laugavegi. Þessi mynd sópaði að sér endalausum verðlaunum a.m.k 8 Óskarsverðlaunum m. a. fyrir bezta myndin og bezti leikarinn.

    Söguþráður myndarinnar er sá að (1943) í Seinni heimistyrjöldinni hertóku Japanir brezka hermenn og settu í fangabúiðir í Burma sem nú heitir Myanmar. Föngunum var sagt að þeir yrðu látnir byggja brú yfir Kwai fljótið. Brú sem var ætlað að tengja Rangoon og Bangkok saman. Einn af föngunum, Nicolson liðþjálfi sem er verkfræðingur, leikinn af Alec Guinnes neitar að taka þátt í þessu þar sem það brýtur gegn Genfar-sáttmálanum um með ferð á föngum osfrv. En þegar hann sér hvað Japanarnir eru slappir stjórnendur verksins þá stenst hann ekki máti og tekur að sér stjórn framkvæmda og klárar brúna. En áttar sig svo á því að hann var að vinna fyrir óvinina og þegar vígja á brúna og fyrsta lestin er að fara yfir þá sér hann að sér og segir þessa mögnuðu settningu “WHAT HAVE I DONE?” um leið og hann hnígur niður eftir að hafa verið skotinn í hita leiksins og dettur á rafmagnssprengjubox sem setur í gang sprengju sem búið var að koma fyrir undir brúnni og brúin springur.

    Hafandi sagt þetta þá verður mér iðulega hugsað til skipuleggjanda Reykjavíkurborgar sem keppast við að þétta byggð og haga sér eins og það sé pláss af skornum skammti í Reykjavík. Það er verið að byggja endalausar blokkir út um allt sem eru margar svo þétt saman að eina útsýnið er næstu blokk. Það er verið að troða, sem dæmi, um 800 íbúðum bara á svokölluðum Hlíðarendareit. Og hjá Kirkjusandi er svipað. Maður gæti haldið að þetta væri Hong Kong eða Manhattan. Hvar eru raðhúsin, parhúsin, einbýlishúsin, hús með görðum fyrir heitan pott og grillaðstöðu, prívatsvæði með bílskúr ekki bara merkt pláss í bíla geymslu sem er í órafjarlægð frá vistarverum íbúanna.

    Skaðinn er skeður og lítið hægt að gera. Eina sem ég er að vona er að þeir sem eru ábyrgir muni á einhverjum tímapunkt vakna til lífsins, horfa yfir völlinn og borgina og segja “WHAT HAVE I DONE?”.

    Auglýsing