VOTTORÐ FYRIR NIÐURRIFI

  Vottorð fyrir niðurrifi heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Vesturlönd hafa orðið ríki á því að kúga aðra, þrautpína alþýðuna og einnig á því að menga eins og enginn væri morgundagurinn. Auðvitað mega þær þjóðir sem urðu eftir í lífsgæðakapphlaupinu ekki gera það sama. Þetta skaust í gegnum hugann vegna vandlætingar á því að selja Indverjum skip sem við höfum ekki not fyrir. Þrautpíndi verkalýðurinn er ekki að rífa dallana sér til skemmtunar, heldur vegna þess að hann hefur ekki annarra kosta völ til að framfleyta sér. Við viljum að evrópskir niðurrífara fái jobbið og indverskir verkamenn svelti til dauða í mjög heilnæmu umhverfi.

  Af hverju sinna stjórnvöld á Indlandi ekki þessum vanda? Er það ekki vegna þess að þessi mengunarþáttur er aðeins lítill hluti af öllum umhverfissóðaskapnum í því landi, sem stjórnvöld ráða ekkert við.

  Í stað vandlætingar ættu Evrópubúar að styðja fyrrum nýlendur sínar svo þær ráði við vanda sem þennan í stað þess að taka af þeim möguleikann til að bjarga sér með slíkum mannfórnum sem skipavinnslan er.

  Auglýsing