VONSVIKIN ÖFGAKONA

"...fjölskyldan hefur ekki einn einasta áhuga á því sem ég er að gera."

“Þessi barátta gegn ofbeldi getur verið erfið þegar fjölskyldan styður þig ekki og finnst þetta óþarft. Mamma veit ekki einu sinni að ég hef í tvígang tekið þátt í umræðu á vegum Kvenréttindafélagsins. Hún hefur ekki hlustað á viðtalið sem ég fór í hjá Karlmennskunni,” segir Ólöf Tara Harðardótt­ir aðgerðasinni og ein þeirra kvenna er standa að baki hóps­ins Öfgar.

“Ég hef ekki fengið eitt símtal þegar orðræðan gegn minni persónu er ljót “ertu ok”? Ég áttaði mig snemma á að fjölskyldan hefur ekki einn einasta áhuga á því sem ég er að gera. Stundum er þetta ógeðslega sárt. En Öfga fjöllan mín gerir þetta alltaf aðeins betra og stuðningurinn á Twitter er ómetanlegur. Þegar ég fer að efast, þá er gott að slökkva á Facebook og vera bara hér í bergmálshellinum.”

Auglýsing