VONBRIGÐI MEÐ ELVIS Í HÖRPU

Elvis Costello hitaði upp fyrir tónleikana með Ragnari Kjartanssyni og Hilmari í Morkinskinnu á Kalda bar.

Miðaldra íslenskir tónlistarmenn fjölmenntu á tónleika Elvis Costello í Hörpu og skemmtu sér misvel:

Valgarður

“Kannski truflar mig líka að mæta með ‘skemmtara’ á svona hljómleika, trommuheila og bassa af einhverri barnagræju. Ég geri mér grein fyrir að ég er gamaldags að þessu leyti og auðvitað má leyfa sér svona á minni stöðum á einföldum hljómleikum… en þegar þú ert að selja miðann á 10-15 þúsund í sal eins og Hörpu þá er þetta ekki boðlegt,” segir Valgarður Guðjónsson söngvari Fræbblana á samfélagsmiðlum.

 

Grímur og Dr. Gunni

Grímur Atlason bassaleikari: “Við Gunni vorum á fremsta bekk á efstu svölum. Gunnar tók með kíkir eins og gömlu fólki á efstu svölum sæmir. Grunar að hljómburður hafi nokkuð spillst þarna uppi í rjáfrum. En um aðra miða var ekki að ræða fyrir almúgamenn sem fóru með bankanum sínum í heimsreisu fyrir örfáum vísatímabilum…Ýmislegt þokkalegt inn á milli og í heildina alls ekki tímasóun að mæta í Eldborg. En hefði samt getað verið svo miklu betra.”

 

Björgvin

Björgvin Halldórsson söngvari: “Nick Lowe fekk ca 45 mínutur í að hita upp fyrir Elvis og ekki brást honum bogalistinn. Algjörlega frábær og hugsanlega hefur fólk viljað fá meira af honum eftir að hlustað var á Costello vin okkar… sem var nokkuð langur í annan endann.”

 

Tengd frétt.

Auglýsing