VON UM SUMAR

Von um sumar heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Þar sem sarsveiran sem veldur Covid19 er mikið ólíkindatól þá tel ég afar óskynsamlegt að hengja sig á eina lausn þ.e. aðeins bólusetningu. Gamalt lyf gegn sníkjudýrum hefur reynst hemja veirur og hafa menn því prófað það í baráttu við fárið.  Fjöldi áreiðanlegra rannsókna þar sem helmingur þeirra sem taka þátt í prófinu fá lyfleysu hafa gefið vísbendingar um virkni lyfsins gegn sarsveirunni en lyfið heitir Ivermectin. Það virðist draga verulega úr dauðsföllum þeirra sem sýkjast af Covid 19.

Steini pípari.

Þar sem lyfið hefur verið notað í áratugi og ekki valdið verulegum aukaverkunum hafa menn einnig rannsakað það sem forvörn gegn veirunni. Ísland væri kjörið til slíkrar rannsóknar þá þannig:

Allir sem fara í stuttar ferðir til útlanda fái lyfið eða lyfleysu til fararinnar. Þeir heimili aðgang að niðurstöðu skimana við komu til landsins, svara spurningum sem útiloka önnur áhrif á niðurstöðuna en lyfið. Ég reikna með að stór hluti þessa hóps væri til að taka þátt.  Þannig ætti að fást marktækar niðurstöður með tímanum.

Rannsóknir benda til þess að víðtækari notkun lyfsins en hér er heimil (það er undanþágulyf) gæti minnkað afleiðingar þeirra sem veikjast, minnka dánarlíkur og langtíma eftirköst sýkinga. Þar sem lyfið er vel þekkt og nokkuð öruggt skil ég ekki af hverju það er ekki notað á alla Covidsjúklinga. Almenningur gæti álitið að þar ráði lyfjafyrirtækin ferðinni. Það sem þau reka ekki áróður fyrir kemst ekki í gegn, hvorki í Evrópu né Íslandi.

Auglýsing