VÖFFLUSTRÍÐ Á FACEBOOK

    “Við vorum að koma úr yndislegu ferðalagi um Suðurland, allt til fyrirmyndar nema verðlagið. Er eðlilegt að borga 1100.- kr. fyrir 1 vöfflu með rabarbarasultu og rjóma?” segir Ólof Björgvinsdóttir

    Anna María Sigvaldadóttir. “Þær kosta 700 kr í Grímsey. Og ekki alltaf mikill fjöldi hjá okkur. 1000 kr kaffi, vaffla heimagerð rabbarasulta og rjómi, frí ábót á kaffi.”

    Valgerður Gylfadóttir. “Það er ekki bara okur á landsbyggðinni. Ég fór á kaffi Flóru í gær og fékk eina brauðsneið og kostaði hún 2.100 kr.”

    Jóhanna Erla Ólafsdóttir. “Við fórum fjögur saman á kaffihús í fyrra þar kostaði kaffi og (nískuleg) brúntertusneið 2000 kr. Við fengum okkur sitt hvorn kaffibollann fórum svo í Bónus og keyptum stóra brúntertu á 1000 kr. (tilboð). Fórum með hana heim, helltum upp á og nutum með þeyttum rjóma og ákváðum að á þetta kaffihús færum við ekki aftur.”

    Auglýsing