VINJETTUR ÁRMANNS Í 20 ÁR

    Ármann og prófessor Goddur stinga saman nefjum á listviðburði.

    “Út er komin Vinjettur XX og eru sögurnar orðnar 860 samtals á 20 árum,” segir Ármann Reynisson rithöfundur, fagurkeri og fyrrum fjáraflamaður:

    “Strandir, Reykhólar og Dalir voru lengi vel með afskekktari byggðum á Íslandi. Frá þessum sveitum eru sögur í Vinjettum XX. Nokkuð skortir á kurteisi og vinsamlegheit í Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Ég skyggnist undir yfirborðið í þeim málum. Einnig eru margar sögur með öðru fjölbreyttu efni m.a. portrettsögur af áhugaverðu samtímafólki sem ég hefur kynnst á lífsleiðinni. Það fylgir Frakklandi einhver elegans sem fáum þjóðum tekst að toppa. Margar sögur eru frá ýmsum stöðum þessa rómantíska lands. Þá er t.d.sagt frá sögulegum bruna í Notre Damre í París, undiröldunna í þjóðlífinu og kynnum mínum af eðalfólki hvort heldur hátt eða lágt í þjóðfélagsstiganum.”

    Vinjettur XX, hágæðaútgáfa, kostar 6.990 krómnur,sendingargjald innifalið. Fæst ekki í bókaverslunum. Hægt er að panta á vefsíðunni www:armannr.com

    Auglýsing