VILTU GRÆÐA 50 ÞÚSUND?

    Baldvin og tjónið á rauða sendibílnum.

    “Nú reynir á hópinn,” segir Baldvin Björgvinsson rafkennari og beinir orðum sínum til meðlima Costcogleði hópsins á Facebook:

    “Sá einhver ekið utan í rauðan sendibíl sem stóð fyrir framan Vínbúðina og Bónus í stæði við hliðina á þar sem innkaupakerrum er safnað saman kl. 17:42 í gær fimmtudaginn 6. september? Ég borga 50 þúsund fyrir ef einhver náði númerinu á bílnum (ég mun auðvitað sannreyna að það sé sá bíll).”

    Auglýsing