VILL VINKONA ÞÍN HAFA RASSINN ÞINN?

Elva er athugul

“Ég er með smá pælingu um samanburð. Getur verið að samstarfskona þín, sem æfir crossfit alla daga vikunnar, sé ekki eins góður kokkur og þú? Getur verið að vinkonan þín sem er alltaf svo flott og vel til höfð sé ekki dauðþreytt vegna endalausra næturgjafa? Getur verið að vinkonan sem er grennri en þú óski þess að vera með augun þín, gáfnafar þitt, rassinn þinn, lærin þín eða húmorinn? Getur verið að þú sért að bera alla þig saman við óska eða drauma parta hjá mörgum ólíkum aðilum? Þú sem sagt ert að bera þig alla, með kostum og göllum, við valið úrval kosta við margar manneskjur og hunsar “galla” og heildarmyndina,” segir Elva Ágústdóttir, þekkt fyrir greinar um líkamsvirðingu.

Auglýsing