VILL HÆKKA FUNDARLAUN FORNMINJA SVO ENDI EKKI Á SVÖRTUM MARKAÐI

  Jóhannes með Benedikt föður sínum.

  “Ef silfursjóður Egils Skallagrímssonar myndi finnast – og hann væri á stærð við aðra sambærilega fundi á Norðurlöndunum – myndi ríkissjóður greiða finnanda um 7.367 kr. (og landeiganda 7.367 kr),” segir Jóhannes Benediktsson sonur Benedikts stofnanda Viðreisnar og heldur áfram:

  “Talið er að silfrið hafi verið búið til af Ólafi Sigtryggsyni, 10. aldar konungi í Dyflinni. Markaðsvirði þess konar silfursjóðs, miðum við 250 myntir, er um 1.040.000.000 kr.
  Þannig myndi finnandinn fá 141.170 sinnum meira ef hann leynir fundinum og selur myntirnar á netinu. Og það er ekki nógu gott.”

  Og niðurstaða Jóhannesar er þessi:

  “Það þyrfti að hækka fundarlaunin því annars er hætt við að íslenskar fornminjar endi á svörtum markaði.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinEVA GABOR (100)