VILL EINHVER BÚA Á FÓTBOLTAVELLI?

    Stórkostleg byggingaáform eru uppi umhverfis KR-völlinn í Frostaskjóli; blokkir sem teygja sig frá Meistaravöllum, niður Kaplaskjólsveg og yfir í Frostaskjól.

    Blokkirnar standa við hliðarlínu íþróttasvæðisins og þarna verður fjör á svölunum þegar kappleikir fara fram. Öskrandi áhorfendur, dómaraflaut og misheppnuð aukaspyrna gæti fellt um grillið á svölunum (svo ekki sé minnst á æfingar yngri flokka á vellinum alla virka daga frá 11.00-21:30).

    Kannski verður fólki borgað fyrir að búa þarna.

    Auglýsing