VILL BORGA GUÐMUNDI FRANKLÍN MILLJÓN DOLLARA FYRIR AÐ HÆTTA VIÐ

  Nú á að fara að kjósa forseta. Valið stendur á milli sitjandi forseta, Guðna Th. og Guðmundar Franklín.

  Átta mig ekki á því hvort Guðmundur Franklín geri sér virkilega von um að verða kosinnn, eða er hann að gera þetta til að vekja athygli á sér sem henn hefur gert. Alla vega svona smá. Guðni hefur alveg lýtalausan feril og orðstí í sínu embætti. Kannski ekki eins atkvæðamikill og forveri hans, Ólafur Ragnar eða með sömu reisn og Vigdís. Svolítið litlaus en óumdeilanlega næs gæ og maður fólksins.

  Skil ekki alveg hvað Guðmundur er að fara með þessu framboði sínu. Það hefur aldrei gerst að sitjandi forseti tapi kosningu. En hann hefur lagt sig allan fram og komið með nógu marga meðmælendur til að uppfylla skilyrðin til að vera kjörgengur. Það verður væntanlega kosið.

  Ef Guðmundur Franklín fær 10% atkvæða (sem mér finnst ólíklegt) þá er það yfirlýsing um óánægju með störf Guðna. Guðmundur fær líklega 2% plús / mínus. Hlýtur að fá atkvæði þeirra sem studdu hann með undirskirft sinni.

  Annars sting ég upp á að Guðmundur Franklín annað hvort hætti við og spari þjóðinni kr. 400.000.000 og fái rós í hnappagatið fyrir. Ef ekki að þá verði honum boðnar kr. 145.000.000, sem er ein milljón bandaríkjadollara, gjaldmiðill sem hann þekkir, og hann beðinn um að hætta við. Þá sparar þjóðin samt kr. 265.000.000. Gerði hann það fengi hann lítið prik.

  Þetta kemur allt í ljós.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.19 – Smellið!

  Pistill no.18 – Smellið!

  Pistill no.17 – Smellið!

  Pistill no.16 – Smellið!

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing