VILJA SELJA ÁFENGI Á HÁRGREIÐSLUSTOFU

    Jóhanna og Bjarni í Unique.

    Jóhanna María Gunnarsdóttir, sem rekur hár- og snyrtistofuna Unique hár og spa á horni Síðumúla og Fellsmúla ásamt Bjarna Líndal eiginmanni sínum, hefur sótt um vínveitingaleyfi fyrir stofuna:

    “Unique hár & spa ehf., Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Sótt er um leyfi til sölu á áfengum drykkjum á hárgreiðslustofu rými 02-0110, í flokki  II, tegund e. kaffihús í húsi nr. 39 á lóð nr. 16A við Grensásveg. Stærð: Óbreytt. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. janúar 2022, afrit umsóknar um rekstrarleyfi dags. 27. september 2021 og yfirlit breytinga hönnuðar dags. 22. júní 2017. Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing