“Er hægt að setja vegabréfið sitt i pant?” spyr Ragnheiður Gunnarsdóttir á samskiptavef Íslendinga á Spáni. “Ástæðan er sú að mig vantar lán upp á 100-200 evrur, er i smá vandræðum þannig að öll góð ráð eru vel þeginn. Endilega látið mig vita. Áríðandi mál.”
Og ekki stendur á svörunum:
Valgerður Gunnarsdóttir: “Aldrei að setja vegarbréfið sitt í hendurnar a öðrum og alls EKKI sem pant útaf peningaláni.”
Ingubjörg N. Frið: “Til að byrja með þá er það ólöglegt og þú getur fengið dóm fyrir það ef það kæmist upp. Nr. 2 það tekur engin vegabréf í pant þar sem þú getur auðveldlega tilkynnt það týnt og fengið nýtt.”
Crish Geronimo Guðmundsson: “Hvað er málið? Þig vantar hjálp, við hjálpum hvert öðru.”
Viðar Birgisson: “Nei, það er bannað samkvæmt íslenskum lögum.”
Árni Hansen: “Þú setur ekki vegabréfið í pant, er ekki í lagi með þig?”