VIKAPILTURINN Í HÚSINU

    Vikapilturinn í Húsinu og á innfelldu myndinni Ásgrímur námsmaður í Kaupmannahöfn rúmlega tvítugur.

    Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Drengurinn, fjöllin og Húsið í borðstofu Hússins á Eyrarbakka um næstu helgi.

    Á sýningunni er fjallað um mótunarár Ásgríms Jónssonar listmálara (1876-1958) frá Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Um fermingu steig hann sín fyrstu spor fjarri foreldrahúsum og varð vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka frá 1890 í um tvö og hálft ár. Þaðan fór hann fullviss um að hann ætlaði að verða málari.

    Vor í Húsafelli eftir Ásgrím.
    Auglýsing