VIGDÍS MEÐ BLÓMABÚÐ Í KJALLARA DAGS?

  Arna Dögg Einarsdóttir læknir og borgarstjórafrú í Reykjavík var að sópa gangstéttina fyrir utan heimili sitt á Óðinsgötu þegar nágranna bar að garði. Tók hann eftir að tískuvöruverslun sem verið hefur í kjallara húss þeirra Dags B. Eggertssonar er á bak og burt.

  Nágranninn: Hvað kemur þarna í staðinn?

  Borgarstjórafrúin: Ég myndi vilja sjá blómabúð þarna í kjallaranum.

  Nágranninn: Getið þið ekki boðið Vigdísi Hauks að opna þarna blómabúð. Hún er menntuð blómaskreytingakona.

  frh.

  Auglýsing