VIGDÍS LJÓSLEIÐARALAUS Á KJALARNESI

  Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins var að koma af aðalfundi Íbúasamtaka Kjalarness og var aldeilis hlessa:

  “Hinn 11. maí 1997 var undirritað samkomulag þess efnis að Kjalarnes og Reykjavík yrði sameinað sveitarfélag. Þegar “bláa bókin” er skoðuð þá blasir við að lítið hefur verið staðið við að hálfu borgarinnar – má auðveldlega tala um forsendubrest. Auðvitað er þungt hljóð í fólki – og rétt er að upplýsa um að ljósleiðarinn – þessi sjálfsögðu nútíma grunngæði – er ekki á döfinni í hinum “gamla Kjalarneshreppi” fyrr en árið 2021. Já þið lásuð rétt – svona er Reykjavík í dag!”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinNAT KING COLE (100)