SÚPERHJÓN Á BERGSTAÐASTRÆTI FÁ GRÆNT LJÓS Á HÚSFLUTNINGA

    Hjónin Vigdís Hrefna og Örn og gamla húsið á Bergstaðastræti frá 1902 sem endaði í Hvassahrauni en snýr nú aftur í götuna.

    Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson eiginmaður hennar hafa fengið leyfi frá skipulagsfulltrúa til að flytja gamalt húsi að Bergstaðarstræti 18 sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því. Skipulagsfulltrúi segir í umsögn sinni:

    Þarna verður gamla húsinu plantað á bílastæðalóð á Bergstaðastræti 18 þar sem Vigdís Hrefna og Örn eiga hús til hliðar.

    “Sótt er um leyfi til að koma fyrir flutningshúsi á steyptum kjallara, áður Bergstaðastræti 7, húsið verður lengt oghækkað, byggð ný viðbygging (inngangur) á suðurgafli sem snýr útidyrum í austur að götu og innrétta fjórar íbúðir. Frá fyrri umsögnum skipulagsfulltrúa, dags. 10.09.2021 og 18.10.2021 hefur einni aðalhæð verið bætt við. Sem fyrr er gert ráð fyrir hálfniðurgröfnum kjallara með séríbúð, nú innan byggingarreits. Minjastofnun áréttar stuðning sinn viðhugmynd eigenda hússins að koma því fyrir á lóðinni og gera upp á vandaðan hátt. Stofnunin gerir ekki athugsemdirvið fyrirhugðar breytingar og endurbætur samanber uppdrætti 28.11.2022.Skipulagsfulltrúi tekur undir umsögn stofnunarinnar en gerir þó athugasemdir við fjölda íbúða á 261,5m2 lóð og landmótun á bakhluta lóðar svo koma megi fyrir 98,6m2 íbúð í kjallara. Ekki er kveðið á um hámarksfjölda íbúða á lóðinni skv. gildandi deiliskipulagi. Á næstu nágrannalóðum eru einbýlishús á einum matshluta (nr. 16 og 22) og tvær íbúðir á lóð nr. 20. Á lóð nr. 6 við Spítalastíg eru 4 íbúðir á 304m2 lóð. Einkum er aðkoma að kjallaraíbúð og inngangurhennar svo hæpin að fólk nánast mismunar sér inn. Má álykta sem svo að hámarks hæðarkóti samkæmt gildandideiliskipulagi (11,0m mælt frá gangstétt) komi í veg fyrir þennan íbúðafjölda. Má einnig ætla að í kjallaraíbúð verði birtuskilyrðum ekki fullnægt.”

    Auglýsing