VIGDÍS FLOTTUST OG ÓLAFUR GLEYMDUR

  Vigdís var kosinn forseti 29. júní, 1980 . Man þessa dagsetningu vel því þetta er edrúdagurinn minn. Nýkominn inn á Silungapoll. Hafði miklar áhyggjur af því þá að hafa ekki komist til að kjósa.

  Ég áttaði mig ekki strax á því hversu vönduð og flott hún væri. En á innan við einu ári var hún búinn að setja svip á Ísland sem varð bara skýrari og sterkari með hverju árinu. Bæði hér heima og erlendis.

  Í mínum huga ber hún höfuð og herðar yfir alla forseta okkar. Hún var meiriháttar forseti. Hún skildi eftir djúp spor sem seint fennir í. Hennar verður lengi minnst.

  Það er svo skrítið að ég man nánast ekkert eftir Ásgeiri Ásgeirssyni, lítið eftir Kristjáni Eldjárn, hann var virðulegur og viðkunnanlegur náungi með heilbrigðar skoðanir, svona nánast eins og manni fannst forseti eigi að vera. Ólafur Ragnar sat lengi í forsetaembættinu, fór ótroðnar slóðir, stundum yfir mörkin, var enn svoldill pólitíkus í sér, kom víða fram en samt núna, tæpum 4 árum eftir að hann lét af embætti, man ég ekki mikið eftir honum. Það var eitthvað.

  En Vigdís, maður lifandi! Hún verður bara flottari og flottari eftir því sem lengra líður.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing