Vigdís Finnbogadóttir er 91 árs í dag og fagnar þjóðin öll sem ein afmælisdeginum með henni.
Guðrún heitin Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og baráttukona fyrir kvenréttindum, segist aldrei hafa verið jafn stolt af því að veita einhverjum atkvæði sitt eins og þegar hún kaus Vigdísi til forseta árið 1980. „Allt í einu var kona orðin þessi mikla fyrirmynd. Það skipti gríðarlegu máli fyrir komandi kosningar. Eins og barnið sagði þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti lýðveldisins árið 1996: Abbabbabb – karl orðinn forseti!“ sagði Guðrún og hló.
Vigdís kenndi lengi frönsku í menntaskóla á yngri árum og lagði mikið upp úr að nemendur næðu tökum á frönskum framburði. Notaði hún þá lagið Sur le pont d’Avignon, söng það sjálf og lét alla taka undir. Það væri betra að ná þessu með söng en talmáli.