VIÐ ERUM SÖLUVARAN

  Nokkrar íslenskar auglýsingastofur og stjórnarandstöðu þingmenn hafa gert athugasemdir viðað ríkið skuli hafa samið við brezka auglýsingastofu um landkynningu fyrir kr.1,5 milljarð. Þetta er skiljanleg afstaða.

  Spurningin er hver sé heppilegastur til að kynna okkur úti í hinum stóra heimi. Hver skilur hvernig fólk í útlöndum hugsar? Hvernig fólk í útlöndum sér okkur? Hvað fólk í útlöndum vill þegar það ferðast?

  Sá sem ferðast er númer eitt viðskiptavinur frekar en gestur. Hlýtur að vera því hann/hún er að borga fyrir þjónustuna og gerir kröfur, vill fá peninganna virði, gæði, góða þjónustu og sanngjarnt verð.

  Hvað er sanngjarnt verð? Það er allt afstætt, við erum dýrt land þannig að það hlýtur að vera kostnaðarsamara að koma hingað en til Asíu, Afríku, Spánar eða Suður Ameriku sem dæmi. Þannig að við hljótum að sækjast eftir ferðamönnum sem eru sáttir við okkur eins og við erum. Sem borga uppsett verð.

  Við sjáum Ísland með eigin augum en útlendingurinn með sínum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að það sé erlend auglýsingastofa sem er að kynna okkur. Þeir skilja sinn markað betur en við. Spurningin er hvort ekki þurfi að gera svona samning við aðila í öðrum löndum þaðan sem við viljum fá viðskiptavini? Þýskaland? Bandríkin?

  Það er skynsamlegra að leita á markaði með líka fólksflóru, Evrópa og Ameríka passa vel saman. Betur en Evrópa og Asía. Það er ekki víst að Evrópubúinn fíli sig innan um of mikið af ólíku fólki. Þannig er það allavega í skemmtanabransanum. Líkur sækir líkan heim.

  My two cents for free. Við erum söluvaran.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.20 – Smellið!

  Pistill no.19 – Smellið!

  Pistill no.18 – Smellið!

  Pistill no.17 – Smellið!

  Pistill no.16 – Smellið!

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing