VIÐ ERUM EKKI ALMANNAVARNIR

  Dr. Bjarni: Hefði ekki verið hægt að setja áróðurinn í annan búning?

  “Nú eru margir áttavilltir í lífinu. Sumir telja sig jafnvel hluta af sérhæfðu stjórnvaldi sem nefnist Almannavarnir. Til að borgarinn geti áttað sig á hvort hann tilheyri Almannavörnum hef ég útbúið þriggja þrepa próf sem inniheldur þrjár spurningar,” segir Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

  1.Ertu sveitarfélag eða ferðu með ríkisvald?
  2. Getur þú skyldað alla á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starf í þágu almannavarna?
  3. Getur þú við tilteknar aðstæður tekið matvæli, eldsneyti, varahluti, lyf og aðrar nauðsynjar eignarnámi?

  Ef svarið er nei við einni eða fleiri spurningum þá er líklegt að þú sért ekki Almannavarnir.

  Er ekki annars eitthvað einkennilegt við að búa til slagorð sem ætlað er að samsama borgarann með stjórnvaldi sem hefur miklar valdheimildir til inngripa í lífi hans? Hefði ekki verið hægt að setja áróðurinn í annan búning?

  Auglýsing