“VIÐ BARA SÁUM ÞETTA EKKI FYRIR”

  Almenningur / mynd / Steini pípari

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Það virðist vera lenska hér á landi að ana út í hlutina án nægilegs undirbúnings. Tveir læknar hafa stigið fram og bent á hversu vanbúin við erum til þess að opna landamærin eins og yfirvöld ætla. Skimun útilokar ekki að smit berist inn í landið. Ef sá sjúki er í kvikmyndateymi geta mjög margir sýkst af einum sem dæmi. Yfirvöld þurfa að vera við því búin að það þurfi að skima fyrir veirunni hjá Íslendingum eins og verið hefur auk þeirra útlendinga sem hingað koma. Tækjakosturinn annar aðeins 1200 á dag, og skima á 1000 útlendinga. Það þarf að kaupa viðbótar tæki til að anna þessu af öryggi. Mikil eftirspurn er eftir þeim og hefði verið betra að tryggja slíkt tæki áður en tilkynnt er um opnun. Þá hefði verið skynsamlegt að vita fyrir fram hver á að borga brúsann.

  Þetta virðist vera svona við flestallar framkvæmdir hjá opinberum aðilum. Það myndast þrýstingur á framkvæmdina. Það hefur áhrif á pólutíkina. Ekki má greina verkið of vel í smáatriðum því þá kæmi raunverulegur kostnaður fram. Svo segja menn eftir á: „Við bara sáum þetta ekki fyrir.“

  Auglýsing