VG – “VONDIR GULLGRAFARAR?”

  Ósnortin náttúruperla heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Bar­áttu­kon­an Sig­ríður Tóm­as­dóttir í Bratt­holti barðist fyrir verndun Gullfoss við upp­haf síð­ustu ald­ar. Rúmlega einni öld síðar hefur stjórnmálaflokkurinn VG heimilað vindmyllugarða á hálendinu í samstarfi með Gullgrafaraflokka. Verndun gegn vindmyllum hálendis Íslands er til jafns við verndunargildi Gullfoss.

  Steini pípari

  Vinstri grænir, með Guðmund Inga í fjögur ár sem umhverfisráðherra, gátu ekki verndað hálendið fyrir vindmyllugörðum. Guðmundur Ingi hefði skrifað nafn sitt á spjöld sögunar hefði hann haft kjark til að friða hálendið gegn vindmyllum og koma því í gegnum þingið.

  Vindmyllugarðurinn á að standa á hraun – og sandsléttunni austan Þjórsár fyrir ofan Búrfell. Landsvirkjun breyti nafninu í Búrfellslundur til að fegra áform sín. Talað er um mat á umhverfisáhrifum en virkjanir á hálendi Íslands snúast ekki um það heldur skelfilega sjómengun fyrir íslenska umhverfisnjótendur á söluvöru okkar til ferðamanna.

  Áhrif vindmylla á hálendi og ofan Búrfells eru mjög neikvæð. Vindmyllurnar verða mjög áberandi í umhverfinu og hafa í heild bein neikvæð áhrif á landslag við Búrfell og heildarsvæðisins. Vindmyllugarðurinn muni sjást frá ósnortnum víðernum og hafa bein neikvæð áhrif á upplifun fólks á náttúrufegurð landsins. Þarna má sjá mestu náttúruperlur landsins eins og Heklu, fjallagraða á Torfajökulssvæðinu og ýmsa fallega fossa og vötn svo örfá dæmi séu tekin.

  Ég beini orðum mínu líka að Framsóknarflokknum sem á að vera frjálslyndur landsbyggðarflokkur: Högum okkur ekki eins og gullgrafarar, látum hálendið njóta vafans varðandi vindmillugarða og stoppið þetta.

  Allir sem unna íslenskri náttúru og víðerna: Stöðvum þessa gullgrafara!

  Auglýsing