VESALINGS MJALDRARNIR Í VESTMANNAEYJUM

  Lesendabréf:

  Fór með fjölskyldunni í dagsferð til Vestmannaeyja á mánudaginn. Nýi Herjólfur er afar hljóðlátur og þægilegur. Topp transport. Fórum á Stórhöfða í frábæru veðri. Svo fórum við safnahringinn. Fórum fyrst í Eldheima og því næst í sædýrasafnið en þar eru þær Litla-Hvít og Litla-Grá. Laugin sem þær eru í er alltof lítil. Alltof lítil! Spurði þau sem þarna voru í forsvari fyrir safnið hvenær þær yrðu fluttar út í kvínna í Klettsvík sem á að verða framtíðarstaður þeirra. Þau sögðust ekki vita það. Það yrði allt að vera tilbúið fyrir þann tíma. Búið að samræma hitastig laugarinnar við sjóinn sem þær fara í og svona.

  Mjaldrarnir, sem eru 13 ára, geta orðið fimmtugar, eru fjögurra metra langar. Þær voru fluttar með breiðþotu 9 þúsund kílómetra leið hingað frá Shanghai í Kína. Höfðu upphaflega verið fangaðar úr hafinu austur af Rússlandi.

  Nú er það fyrirtækið Merlin Sea Life sem á mjaldrana og ég hef heyrt sagt að það fyrirtæki borgi ekki meira. Það er þá væntanlega ástæðan fyrir því að Litla-Hvít og Litla-Grá þurfi að hýrast í þessari pínulitlu laug í sædýrasafninu.

  Maður gengur inn í sædýrasafnið og gengur þar upp eitthvað af tröppum og kemur þar að vegg með stórum glugga á þar sem sést í laugina. Þar eru vesalings mjaldrarnir. Þegar þær komast í kvínna í Klettsvík þá hljóta þær að fá víðáttubrjálæði, þvílíkur er munurinn. Var sagt af kafara sem unnið hefur við gerð kvíarinnar að hann fengi engar greiðslur frá Merlin fyrir vinnu sína.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinGENE KELLY (117)
  Næsta greinSAGT ER…