VERK EFTIR RAGNAR KJARTANSSON Á 10 ÞÚSUND KRÓNUR

  Íslendingar eru smám saman að átta sig á því að Ragnar Kjartansson er heimsþekktur listamaður. Breska blaðið Guardian setti vídeólistaverk hans í fyrsta sæti yfir bestu listaverk þessarar aldar.

  Listaverk Ragnars seljast á tugmilljónir króna. En fyrir 10 þúsund krónur má eignast eftirprentanir af nokkrum teikningum hans, líklega eina tækifærið til að hafa verk eftir þennan fjölhæfa listamann undir höndum.

  Teikningar Ragnars Kjartanssonar eru nefnilega í Víti Dantes sem Einar Thoroddsen læknir þýddi og kom út á íslensku haustið 2018. Ragnar var beðinn um teikningar í bókina og eins og hans var von og vísa túlkaði hann víti Dantes eftir eigin höfði. Ein teikningin er af dóti í hillu í bílskúr hans.

  Þeir sem ætla sér að eignast nokkrar myndir eftir Ragnar fyrir 10 þúsund krónur – og njóta í leiðinni hinnar snilldarlegu þýðingar Einars – þurfa hins vegar að hafa hraðar hendur, því að bókin Víti Dantes var aðeins prentuð í þúsund eintökum og stór hluti upplagsins er þegar seldur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…