VERÐUR ÍSLAND VENESÚELA NORÐURSINS?

  Skeyti úr stjórnsýslunni:

   

  Ástæða er til að vekja athygli á því að frestur er að renna út til að veita umsagnir um drög að reglugerð um endurbótaáætlanir í samráðsgátt stjórnarráðsins. Framtíð ríkisvaldsins og heill þjóðarinnar er í húfi, ef þetta lukkast ekki þá endar Ísland sem Venesúela norðursins. Allir vita hvernig ástandið er á þeim bæ.

  Sérstaklega þarf að huga að því hvort eftirfarandi orðalag í drögum að endurbótareglugerðinni stuðli að því að Ísland haldi áfram að vera frjálst og fullvalda ríki, íslenskan haldi áfram að vera þjóðtungan og þjóðkirkjan haldi áfram að vera sér til skammar.

  II. kafli. Inntak endurbótaáætlana, 9. gr.
  “Upplýsingar um stjórnarhætti, sbr. 4. gr., og nákvæma lýsingu á því hvernig gerð endurbótaáætlunarinnar er samþætt í stjórnarhætti lánastofnunarinnar eða verðbréfafyrirtækisins auk stefnu og málsmeðferðar fyrir samþykki endurbótaáætlunarinnar og tilgreiningu á þeim aðilum sem bera ábyrgð á gerð og framkvæmd áætlunarinnar.”

  Svona til skýringar, þá er markmið reglugerðarinnar að koma í veg fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki fari á hausinn – aftur. Í því skyni hafa embættismenn fjármálaráðuneytisins staðið sig eins og hetjur og sett saman þessa 15 þúsund orða reglugerð sem útlistar nákvæmlega þá 15 þúsund blaðsíðna endurbótaáætlun sem fjármálafyrirtækin (hvert og eitt) þurfa að setja saman til að lýsa því hvernig þau ætla ekki að fara á hausinn.

  Reglugerðardrögin eru vægast sagt hrífandi lesning.

  Það er aldrei of seint í rassinn gripið.

  Auglýsing