VERÐUR AÐ VINNA SVART Á ÍSLANDI

    Aðsent viðtal:

    “Það er mikið að gera í því að laga og sansa íbúðir,” segir Miroslav, pólskur maður sem vinnur við að standsetja íbúðir fyrir fólk og getur allt, bæði lagað rafmagn, lagt parket og flísar og lagað vatnslagnir og er ekki dýr, tekur aðeins 2.000 kr svart á tímann.

    “Það er mikið leitað til mín bæði hef ég sambönd í gegnum fjölskylduna og svo vini mína hér á landi sem benda á mig.”

    Miroslav er á öryrkjabótum frá Póllandi en hann segir að veikindin hái sé ekki nema stundum. En það sé erfitt að komast af á Íslandi þó svo konan hans sé í fullri vinnu.

    “Nokkrir vina minna vinna einnig svart og við höfum samráð, leitum hver til annars með efni. Þetta er fínt og gerir lífið auðveldara,” segir þessi viðkunnanlegi Pólverji.

    Auglýsing