VENUS SJÁANLEG FRAM Á VOR

    “Hef fengið spurningar um hve lengi Venus verður sjáanleg og fögur á himninum. Svarið er: Fram á vor. Hún verður hæst á lofti í lok mars og hverfur svo í sumarbirtuna í maí, eins og grafið sýnir,” segir Sævar Helgi Bragason stjörnuspekingur.

    “Sýning tunglsins og Venusar endurtekur sig mánaðarlega því tunglið er tæpan mánuð í kringum Jörðina. Næsta sjónarspil verður milli 27.-29. febrúar og svo aftur 28-29. mars. Venus verður milli Jarðar og sólar í sumar. Sýnir sig svo aftur á morgunhimninum í júlí og verður morgunstjarna fram í desember. Þá endurtekur tunglsýningin sig og verður sérstaklega falleg að morgni 13. nóvember. Þá glittir í Merkúríus líka og Spíka, björtustu stjörnu Meyjunnar.”

    Auglýsing