VELMEGUN BYGGÐ Á ÞRÆLAHALDI

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Við heyrum um hræðilegan aðbúnað verkafólks í fátækari löndum og fyllumst viðbjóði á meðferð á fólkinu. Slökkviliðsstjóri hefur nokkrum sinnum vakið athygli á íbúðum í iðnaðarhúsnæði sem ekki hafa verið brunahönnuð til íbúar. Svo kemur þetta allt í einu í andlitið á okkur. 10 til 15 manns í leiguherbergjum í forsköluðu timburhús með einangrun úr sagi. Engar útgönguleiðir og fólk brann inni eða fórst við að koma sér út. Einn sem slapp út sagðist greiða 80 þúsund í leigu fyrir herbergi með aðgang að eldhúsi og salerni sem allt að 15 manns nýta. Útborguð laun sagði hann vera 160 þúsund. Er okkar velmegun byggð á slíku þrælahaldi?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinFJÖLNIR (49)
  Næsta greinSERÍOSLÍ