VELFERÐARSVIÐ BORGARINNAR KEYPTI PÁSKAEGG OG ÁFENGI FYRIR MILLJÓNIR

    Velferð á velferðarsviði.

    Velferðarsvið Reykjavíkurborgar gerir vel við starfsfólk sitt eins og nafnið ber með sér. Á tveimur árum voru keypt páskaegg handa starfsfólki fyrir sjö milljónir frá Nóa -Síríus í kjölfar verðkönnunar – fyrir rúmar tvær milljónir í fyrra og tæpar fimm milljónir í ár. Þá var keypt áfengi fyrir 1,3 milljónir vegna haustfagnaðar velferðarsviðsins.

    Ársfjórðungslega skulu miðlægar skrifstofur Reykjavíkurborgar senda yfirlit til innkauparáðs. Í yfirlitinu skal gera grein fyrir einstökum innkaupum sem sviðið eða skrifstofan hefur greitt fyrir á undanförnum 12 mánuðum og samanlagðar greiðslur á tímabilinu eru hærri en ein milljón.

    Auglýsing