VEL SMURT FLUGFÆRIBAND ICELANDAIR

  Þetta skjáskot af flugsíðunni Flightradar24 sýnir hvað leiðakerfi Icelandair er vel smurt svo allt gangi upp. Alls eru það 12 þotur Icelandair sem þarna stefna til Keflavíkur í langri röð og er aðeins hálftími á milli lendingar þeirra sem næst er Keflavíkurflugvelli og þeirrar sem fjærst er honum.

  Aðeins með svona pottþéttu skipulagi getur Icelandair boðið farþegum á leið yfir hafið að bíða í klukkutíma eða litlu lengur á milli þess sem þeir yfirgefa eina vélina og ganga um borð í þá næstu á leið sinni milli landa.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinDÝRT AÐ EIGA BÍL