VEITINGAR BURT ÚR WORLD CLASS

    Þær verða að taka með sér nesti næst.

    Veitingaaðstaðan í World Class í Laugardal verður aflögð og æfingasalur þess í stað stækkaður in á svæði veitingasalarins sem þar hefur verið um árabil. Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur lagt blessun sína yfir þessar breytingar og samþykkt:

    “Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík, Sótt er um leyfi til að stækka æfingasal í vesturenda 1. hæðar inn á svæði veitingasölu sem lögð verður niður, stækka lager og færa dyr lagers og á 2. hæð er reistur létturmilliveggur í stað glerveggjar í rými 05-0207 í matshluta nr. 05 í húsi nr. 30A á lóð nr.30 við Sundlaugaveg…Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.”

    Auglýsing