VEITINGAMENN ÓTTAST SPRAUTUFÍKLA Á GRANDA

  Uggur er meðal fjölmargra veitingamanna, fasteignaeigenda og ferðaþjónustuaðila á Granda vegna fyrirhugaðs gistiskýlis fyrir langt leidda sprautufíkla í húsalengju í “anddyri” Grandans þar sem þúsundir ferðamenna fara um dag hvern.

  Húsnæðið sem Reykjavíkurborg keypti kostaði 86 milljónir, 210 fermetrar og áætlaður kostnaður við breytingar er um 100 milljónir.

  “Miðað við vinnubrögð borgarinnar við breytingar á húsnæði kæmi ekki á óvart að kostnaðurinn við breytingarnar yrði 200-400 milljónir og þá er fermetraverðið orðið hærra en í Mariot hótelinu sem er verið að byggja við hlið Hörpu,” sagði fasteignaeigandi á staðnum sem sótt hafði um að breyta efri hæð eignar sinnar á Granda í gistiaðstöðu en fékk neitun vegna þess að borgin vill ekki gistihús á Granda.

  “En þeir vilja gistiaðstöðu fyrir langt leidda sprautufíkla hér beint ofan í atvinnustarfsemi okkar,” bætti hann við.

  Hörður Herbert Guðbjörnsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg svarar þessri gagnrýni svona:

  “Varðandi spurningu þína um leyfi fyrir Neyðarskýli á Grandagarði á sama tíma og eigandi í sömu húsaröð hefur fengið höfnun á Gistiaðstöðu á efri hæðum. Á þessu Faxaflóahafnarsvæði er skýrt kveðið á um að ekki sé heimild fyrir gistiheimili og hótelum og heldur ekki íbúðabyggð. Hins vegar segir að á þessu svæði sé leyfi fyrir þjónustustarfssemi og er Neyðarskýlið skilgreint sem þjónustustarfsemi þ.e samfélagsþjónusta. Neyðarskýli skilgreinist því samfélagsþjónusta.”

  Stefnt erð að því að neyðarskýlið fyrir sprautufíklana verði opnað á þessum stað á Granda í vor.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinMR. BEAN (63)
  Næsta greinJÓLATRÉ BRENND