VEÐURFRÆÐINGUR Í SPARIFÖTUM

    Veðurfræðingur Ríkissjónvarpsins var í sparifötunum í gær, svartklæddur í hvítri skyrtu með slaufu og ekki nema von. Theodór Freyr Hervarsson var að kynna sína bestu spá frá upphafi þar sem allar hitatölur dönsuðu um Íslandskortið í tveggja stafa tölum.

    Stundum má ráða í veðrið eftir framgöngu verðfréttamannanna og það átti svo sannarlega við í gærkvöldi. Theodór Freyr ljómaði allur eins og veðrið svona skínandi fínn.

    Auglýsing