VEÐURATHUGANIR VITRINGA

    “Það er fáránlegt að við séum með þjóðleikhús, fjölmiðla og sveitastjórnarkosningar á þessari eyju,” sagði rithöfundurinn, uppistandarinn, leikarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi þegar hann vaknaði í morgun og gáði til veðurs uppúr miðjum maí: “Ef einhver myndi finna þessa eyju í dag myndi hann segja: “Hér geta svona 15-20 manns búið í einhverju veðurathugunarkjaftæði.”

    Um svipað leyti opnaði Anna Kristjánsdóttir vélstjóri ísskápinn: “Klukkan níu í morgun var hitastigið í ísskápnum mínum einni gráðu hlýrra en í Reykjavík.”

    Og Jónas Kristjánsson ritstjóri er að flytja til Spánar.

    Auglýsing