“Skyldi vera séns á opnun sundstaðanna nú um mánaðamótin?” spyr Haukur Haraldsson auglýsingamaður og skátaforingi og heldur áfram:
“Varla, ef hagsmunaðilum í vaxtarræktarbransanum tekst áfram að spyrða sig saman við og hreinlega „teika“ gagnsemi sundstaðanna fyrir lýðheilsu og heilbrigði almennings. Sem er tvennt ólíkt.”
Þóra Bergný er sammála Hauki: “Nákvæmlega Haukur. Skil þetta ekki alveg með klóraðar laugar og heita potta. Er þetta ekki einn öruggasti og besti staðurinn að vera á?
Haukur: “Einmitt Þóra! Vond smit hafa komið upp á þessum stöðvum, þar sem fólk er í mikilli líkamlegri nánd og svitun hvað sem hver segir. Þessu er ekki þannig farið á sundstöðunum, en það er grimmur lobbíismi vaxtaræktar- og líkamsræktariðnaðarins sem leiðir gjarnan umræðuna út í flóa og villir sýn.