VALUR OG HAUKUR VILJA ARON

  Úr sportdeildinni:

  Það hefur ekki farið fram hjá neinum að handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur náð  góðum árangri í Danmörku með Álaborg. Hann gerði Hauka nokkrum sinnum að meisturum þegar að hann þjálfaði hér á landi en hann náði ekki góðum  árangri með landsliðið, þjálfaði liðið aðeins í hálft ár og sagði upp tveggja ára samningi.

  Nú er Aron á heimleið í sumar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa Haukar og Valur nú þegar sett sig í samband við Aron og vilja ræða við hann um þjálfun en Aron er ekki ókunnugur þjálfun í Hafnarfirði og þar kann hann vel við sig.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÁSMUNDUR BÍLLAUS
  Næsta greinSAGT ER…