VALITOR TVÍRUKKAÐI FYRIR KONUDAGSBLÓMIN

    “Ég er með bréf frá Valitor þar sem þeir segjast hafa tvíbókað allar kreditkortafærslur dagana 17-19 febrúar en þá var einmitt Konudagurinn og mikið að gera hjá mér,” segir Sigurður Þórir Sigurðsson blómasali á Blómatorginu við Hringbraut sem hefur vart haft undan að svara kvörtunum eigimnanna sem greiddu fyrir tvo blómvendi á Konudaginn þó eiginkonan hefði bara fengið einn.

    “Ég fékk ekki þessa peninga. Þessi tvíborgun liggur hjá þeim,” segir Blómasalinn um Valitor.

    Þó bráðum sé liðin vika frá Konudegi hefur Valtior ekki enn leiðrétt tvígreiðsluna í heimabönkum viðskiptavina Blómatorgsins og svörin hjá Valitor eru á þá leið að tæknideildin sé að vinna í málinu.

    “Þetta var ekki bara hjá mér. Ég held að Valitor hafi tvítekið allar kreditkortagreiðslur þessa Konudagshelgi,” segir Sigurður blómasali sem veit af eigin raun að viðskiptin við kortafyrirtækin eru ekki alltaf dans á rósum.

    Auglýsing