VALDI VAKTAR VEGGSPJÖLDIN

  Valdi á eftirlitsferð á Ingólfstorgi í gærkvöldi og myndar plakatstand.

  “Maður verður að vakta þetta fyrir viðskiptavinina svo þeir verði ekki paranojd,” segir ljóðskáldið Valdimar Tómasson, Ljóða-Valdi, sem hefur þann starfa meðfram listinni að líma plaköt vegna viðburða upp á völdum stöðum í miðbæ Reykjavíkur.

  “Það er verið að líma yfir þetta þannig að þetta er stöðug vöktun. Það er innifalið í verðinu,” segir hann.

  Valdimar er því stöðugt á ferðinni að fylgja eftir sínum málum og tekur myndir af stöðunni hverju sinni til að sanna að hann liggi ekki á liði sínu – sem hann gerir ekki.

  Hér er viðtal við Valda:

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…