VALD EINKABÍLSINS

Guffi bílasali fær sér kríu í einkabílnum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Hildur María.

“Bíll keyrði á systur mína þegar hún var að fara yfir gangbraut á rafhlaupahjóli. Viðbrögðin á bráðamóttökunni voru á þá leið að hún hefði sko átt að passa sig betur þar sem að hjólreiðafólk á aldrei réttinn – hvorki á veginum né gangbraut,” segir Hildur María Hólmarsdóttir frá Akureyri og bætir við:

“Hún var skömmuð fyrir að vera yfirhöfuð á slíku farartæki og svo auðvitað fyrir að vera ekki með hjálm eða olnbogahlífar. Ekki tekin áverkaskýrsla “því bílstjórinn kærir þig frekar fyrir skemmdir á bílnum”. Það jafnast ekkert á við vald einkabílsins á Íslandi.”

Auglýsing