VÆLT Í VESTURBÆ

    Facebookhópurinn Vesturbærinn hefur fengið samkeppni frá öðrum sem stofnaður hefur verið af  einum félaga í hópnum, Sigurði Valdimar Steinþórssyni ljósmyndara og sjálfstæðum Herbalife-sala. Vælt í Vesturbæ heitir nýi hópvefurinn en Sigurður vill að hlutirnir séu nefndir sínu rétta nafni og móttóið er: “Hérna geta Vesturbæingar vælt og skælt án þess að vera dæmdir.”

    Vesturbærinn telur um 16.300 félaga og nú er að sjá hvort Vælt í Vesturbæ taki yfir umræðuna og sameiginleg áhugamál Vesturbæinga en nýi vefurinn hefur þegar fengið 10 meðlimi – bara fyrir hádegi.

    Auglýsing