ÚTVARPSSTJÓRAFLÉTTA SVANHILDAR

    Svanhildur með vinkonum sínum; dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra.

    Úr bakherberginu:

    Capacent er byrjað að taka viðtöl við umsækjendur um starf útvarpsstjóra ríkisins en meðal þeirra er Svanhildur Hólm, hægri hönd Bjarna Ben.

    Svanhildur á ekki eftir að hreppa hnossið enda aldrei staðið til. Umsókn hennar er liður í fléttu sem endar að öllum líkindum erlendis. Með því að ráða hana ekki sem útvarpsstjóra sýnir Sjálfstæðisflokkurinn að hann hygli ekki sínum og gerir auðveldara að skipa Svanhildi sendiherra þegar næst losnar.

    Auglýsing