Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

ÚTVARPSHÚSIÐ 30 ÁRA

Markús Örn Antonsson fyrrum útvarpsstjóri og borgarstjóri brá sér upp í Efstaleiti í dag að gefnu tilefni og segir:

Á þessum degi fyrir 30 árum var Útvarpshúsið vígt. Í morgun notaði ég tækifærið til að taka nokkrar myndir af þessu kennileiti sem er að hverfa á bak við fjölbýlishús, sem nú rísa á lóð þess. Eftirleiðis verður RÚV á baklóð í Efstaleiti.

 

 

Það hlýnar sjálfsagt mörgum um hjartarætur við að sjá skjaldarmerki Reykjavíkurborgar ofan við anddyrið hjá þessari stofnun allra landsmanna. En auðvitað þýðir ekkert að vera með svona væl. “Æ, þetta útvarpshús var bara barn síns tíma,” segja þeir sem nýlega hafa verið að finna upp hjólið í fjölmiðlunarbransanum og smella í góm.

 

 

En það má nefna það í leiðinni að þetta var afrakstur af áratugalangri baráttu útvarpsstarfsmanna sem unnu við mikið þröngbýli í leiguhúsnæði á Skúlagötunni. Í Efstaleitinu sköpuðust loks almennileg skilyrði í húsnæðismálum Ríkisútvarpsins eftir meira en 50 ára starf og aðstaða fyrir tækninýjungar í útvarpi og sjónvarpi varð til fyrirmyndar.

 

Fara til baka


HVAÐ Á JÓLAKÖKUSNEIÐ AÐ VERA ÞYKK?

Lesa frétt ›HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI

Lesa frétt ›EKKERT NÝTT UNDIR SÓLINNI

Lesa frétt ›NÁGRANNI DAVÍÐS FYRIR 125 MILLJÓNIR

Lesa frétt ›BUBBI TÚRAR UM LANDIÐ

Lesa frétt ›ÁSTARSORG ÓLÆKNANDI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé Bjarki Þór rakari á Rebel Klippibúllu á Nýbýlavegi í Kópavogi. Tekið skal fram að hann klippir ekki alla eins og sjálfan sig.
Ummæli ›

...að strákarnir á Snaps, Sigurgísli og Stefán, hafi sótt um að opna veitingastað á Bergsstaðastræti 13 þar sem Bernhöftsbakarí var til húsa um áratugaskeið. Þeir hafa tryggt sér húsnæðið, sækja um leyfi fyrir 55 gesti en húsaleiga á þessum stað á Bergstaðastræti mun vera 800 þúsund krónur.
Ummæli ›

...að mánudagur sé ekki alltaf til mæðu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...
  2. HJÓLASTÓLALAUS Á SÆTA SVÍNINU: Fegurðardísin Ásdís Rán, sem er eins og alþjóð veit að jafna sig eftir alvarlegt slys, naut lífs...
  3. JOHNSEN, JEPPINN OG KERRAN: Borist hefur póstur: --- Flottur jeppi og ekki verra að vera með kerru ef maður heitir Árni John...
  4. GIFTU SIG Í GRÍMSNESI: Eigandi Kjarvalshússins á Seltjarnarnesi, athafnamaðurinn Oliver Luckett, gekk að eiga sinn heit...
  5. SVEINN GESTUR Í NÆTURVAKTINNI: Sveinn Gestur Tryggvason, sem nú situr í gæsLuvarðhaldi ásamt Jóni Trausta Lútherssyni í tengslu...

SAGT ER...

...að Big Little Lies sé það besta sem sést hefur í sjónvarpi um áratugaskeið, eiginlega nútímaútgáfan af Desperate Housewives, bara miklu beittari og betri. Reese Witherspoon, Nicole Kidman, Shailene Woodley og Laura Dern leika konur sem eru hreinlega að ganga af göflum í yfirþyrmandi lúxuslífi og lygavef fjölskyldulífsins....a perfect life is a perfect lie. ps. Nicole Kidman er fimmtug í dag.
Ummæli ›

...að þetta sé líkast til rétt.
Ummæli ›

...að Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hafi tekið bensín í Costco: Biðraðir voru í dælurnar til að fylla á tankinn frá vinstri hlið bíls. Þeir sem taka eldsneyti hægra megin komust fljótlega að.
Ummæli ›

...að það hafi verið stíll á landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu, Aroni Einari Gunnarssyni, er hann gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur í Hallgrímskirkju í gær.
Ummæli ›

Meira...