Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

ÚTVARPSHÚSIÐ 30 ÁRA

Markús Örn Antonsson fyrrum útvarpsstjóri og borgarstjóri brá sér upp í Efstaleiti í dag að gefnu tilefni og segir:

Á þessum degi fyrir 30 árum var Útvarpshúsið vígt. Í morgun notaði ég tækifærið til að taka nokkrar myndir af þessu kennileiti sem er að hverfa á bak við fjölbýlishús, sem nú rísa á lóð þess. Eftirleiðis verður RÚV á baklóð í Efstaleiti.

 

 

Það hlýnar sjálfsagt mörgum um hjartarætur við að sjá skjaldarmerki Reykjavíkurborgar ofan við anddyrið hjá þessari stofnun allra landsmanna. En auðvitað þýðir ekkert að vera með svona væl. “Æ, þetta útvarpshús var bara barn síns tíma,” segja þeir sem nýlega hafa verið að finna upp hjólið í fjölmiðlunarbransanum og smella í góm.

 

 

En það má nefna það í leiðinni að þetta var afrakstur af áratugalangri baráttu útvarpsstarfsmanna sem unnu við mikið þröngbýli í leiguhúsnæði á Skúlagötunni. Í Efstaleitinu sköpuðust loks almennileg skilyrði í húsnæðismálum Ríkisútvarpsins eftir meira en 50 ára starf og aðstaða fyrir tækninýjungar í útvarpi og sjónvarpi varð til fyrirmyndar.

 

Fara til baka


TOLLI MINNIST PABBA

Lesa frétt ›X-M Í GRASRÓTINNI

Lesa frétt ›VINSTRI GRÆNA GRASIÐ

Lesa frétt ›HALLUR ELSKAR BJARNA

Lesa frétt ›LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun.
Ummæli ›

...að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann.
Ummæli ›

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

Meira...