Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

ÚTVARPSHÚSIÐ 30 ÁRA

Markús Örn Antonsson fyrrum útvarpsstjóri og borgarstjóri brá sér upp í Efstaleiti í dag að gefnu tilefni og segir:

Á þessum degi fyrir 30 árum var Útvarpshúsið vígt. Í morgun notaði ég tækifærið til að taka nokkrar myndir af þessu kennileiti sem er að hverfa á bak við fjölbýlishús, sem nú rísa á lóð þess. Eftirleiðis verður RÚV á baklóð í Efstaleiti.

 

 

Það hlýnar sjálfsagt mörgum um hjartarætur við að sjá skjaldarmerki Reykjavíkurborgar ofan við anddyrið hjá þessari stofnun allra landsmanna. En auðvitað þýðir ekkert að vera með svona væl. “Æ, þetta útvarpshús var bara barn síns tíma,” segja þeir sem nýlega hafa verið að finna upp hjólið í fjölmiðlunarbransanum og smella í góm.

 

 

En það má nefna það í leiðinni að þetta var afrakstur af áratugalangri baráttu útvarpsstarfsmanna sem unnu við mikið þröngbýli í leiguhúsnæði á Skúlagötunni. Í Efstaleitinu sköpuðust loks almennileg skilyrði í húsnæðismálum Ríkisútvarpsins eftir meira en 50 ára starf og aðstaða fyrir tækninýjungar í útvarpi og sjónvarpi varð til fyrirmyndar.

 

Fara til baka


(R)ONALD & (D)ONALD

Lesa frétt ›RÚTUKÓNGURINN LÍKA FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGSINS

Lesa frétt ›LISTAVERK SEM GERIR GAGN

Lesa frétt ›VERKEFNALAUSAR ÞYRLUR

Lesa frétt ›HÁTÍSKUHÖNNUÐUR Í STRÍÐI VIÐ BORGARSTJÓRN

Lesa frétt ›BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þegar krakkarnir eru orðnir vegan, gay eða jafnvel múslimar geti fjölskylduboðin orðið flókin.
Ummæli ›

...að ferðamenn séu í auknum mæli að uppgötva veitingastaðinn í IKEA þar sem hægt er að fá málsverð á 10 evrur.
Ummæli ›

...að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SULLENBERGER Í COSTCO: Póstur frá neytanda: --- Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, var í Costco að gera stórin...
  2. BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI: Bæjarins bestu hafa lokað útsölustað sínum á Stjörnutorgi í Kringlunni og ástæðann einföld: Eiginkon...
  3. HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI: Hatursorðræðan kemur víða fram eins og sjá má á þessu bílnúmeri hvort sem það er tilviljun eða ekki....
  4. NÁGRANNI DAVÍÐS FYRIR 125 MILLJÓNIR: Fegrunarnefnd Reykjavíkur valdi þetta hús það fallegasta í bænum og sama gilti um garðinn og umg...
  5. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...

SAGT ER...

...að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
Ummæli ›

...(Björgúlfur Egilsson bassaleikari).
Ummæli ›

...að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
Ummæli ›

...að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan.
Ummæli ›

Meira...