ÚTLENDINGASTOFNUN GREIÐIR 5 MILLJÓNIR Í HÚSALEIGU

  Útlendingastofnun greiðir fimm milljónir á mánuði í húasaleigu fyrir hálfa efri hæð í húsnæði á Bíldshöfða sem ætlað er hælisleitendum.

  Aðrir eigendur í húsinu fóru fram á lögbann sem var samþykkt – sjá frétt hér.

  Fimm milljónir í húsaleigu á mánuði þýðir að fermetrinn er leigður á 10 þúsund krónur en algengt leiguverð í húsi sem þessu er um 1.500 krónur fermetrinn.

  Að vísu hefur húseigandi lagað til vistarverur svo henti 70 hælisleitendum, bútað niður í herbergi sem sum eru með sjö kojum.

  Í öðrum iðnaðarhverfum, til dæmis í Ögurhvarfi, er hægt að fá sambærilegt húsnæði fyrir brot af þessari mánaðarleigu en eins og einn eigandi neðri hæðarinnar orðaði það:

  “Þegar menn fara með annarra fé skiptir verðið litlu máli. OPM eins og kaninn segir; Other Peoples Money.”

  Auglýsing