ÚTLENDINGAR SKILJA EKKI ÍSLENSKU LÁNIN

    Védís og íslenska kvittunin.

    “Ég hef reynt að útskýra íslenska efnahagskerfið, verðbólguna, íslensk lánakjör og gjaldmiðillinn okkar fyrir erlendum vinum mínum en þeir skilja hreinlega ekki hvernig ég get verið að segja sannleikann. Ég sýndi þeim eitt dæmi: Afborgun í október af öðru húsnæðisláninu minu,” segir Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur og bætir við:

    “Ég borga tæplega 25.000 krónur inn á sjálft lánið, á meðan ég greiði 60.500 krónur í vexti og kostnað til lánastofnunarinnar. Þessi hlutföll eru svo klikkuð! NB að ég er með annað lán á íbúðinni sem sýnir sambærilegt, nema hærri vexti. Af hverju búum við ennþá við þessa stöðu þegar norrænir vinir mínir sjá lánin sín lækka jafnt og þétt? Lánakjörin eru allt önnur fyrir þau. Þau sjá höfuðstólinn lækka, framtíðin er fyrirsjáanlegri.”

    Auglýsing