UPPÞVOTTARAUNIR HARALDAR

    „Ég er með spurningu í sambandi við uppþvottavél sem ég keypti hjá ykkur fyrir tæpu ári síðan,” segir Haraldur Egilsson sem keypti vélina í Elko.

    „Ég hafði samband við ykkur í janúar til að láta vita að hún væri byrjuð að hrynja og var lofað símtali til baka fljótlega til að leiðbeina mér með hvernig afgreiða ætti málið þar sem ég bý út á landi. Eftir sirka 2 vikur (7. febrúar) hafði ég samband aftur því að ég hafði ekkert heyrt frá ykkur og fer yfir allt sem er að uppþvottavélinni í annað sinn og er sagt að einhver muni hafa samband við mig strax eftir helgi. Enn og aftur er það svikið. Mánuði seinna (7. mars) hringi ég svo í þriðja skiptið og fer enn einu sinni yfir allt saman með nýjum starfsmanni sem lofar að einhver muni hafa samband fljótlega. Það var síðasta fimmtudagsmorgun klukkan 10:18 og núna er kominn þriðjudagur.Ég var bara að spá hvort að ég ætti að hringja aftur 7. apríl?“

    Auglýsing